Error loading page.
Try refreshing the page. If that doesn't work, there may be a network issue, and you can use our self test page to see what's preventing the page from loading.
Learn more about possible network issues or contact support for more help.

Reisubók séra Ólafs Egilssonar

ebook
Séra Ólafur Egilsson var prestur að Ofanleiti í Vestmannaeyjum er Tyrkir komu þangað og var hertekinn ásamt konu sinni og tveimur börnum. Þá fæddist þeim hjónum eitt barn í hafi stuttu eftir herleiðinguna. Örlögin höguðu því þannig að Ólafur sneri aftur úr herleiðingunni ári síðar og hafði þá ferðast um Algeirsborg í Afríku um Ítalíu og Frakkland sunnanvert og þaðan sjóleiðis til Hollands. Á endanum komst hann til Danmerkur og þaðan til Íslands. Ferð þessi hefur verið mikið þrekvirki; Ólafur bæði lítt talandi á erlendum tungum, auralaus og illa búinn til slíkrar farar. Þá bætti ekki úr að Þrjátíu ára stríðið var í algleymingi á þesum tíma, en inn í það drógust flestar þjóðir Evrópu með einhverjum hætti. Var Ólafi ætlað að koma af stað söfnun til að kaupa laust herleitt fólk. Gekk sú söfnun illa Í kjölfarið skrifaði Ólafur reisubók sem varð mjög vinsæl og er ein helsta heimild um þennan atburð.

Formats

  • OverDrive Read
  • EPUB ebook

Languages

  • Icelandic