Frægt skáld frá Íran flýr heimaland sitt ásamt eiginkonu sinni. En þau eru aðskilin á flóttanum. Skáldið endar í flóttamannabúðum í Danmörku en konan hverfur sporlaust á Englandi. Danska blaðið Globalt falast eftir viðtali en skáldið neitar að tala við nokkurn nema fréttaritara blaðsins á Englandi, Nóru Sand, og vill að hún hjálpi sér að hafa upp á eiginkonunni. Við það flækist Nóra inn í framandi og stórhættulegan heim, þar sem um líf og dauða er að tefla á hverjum degi.
Bækurnar um Nóru Sand hafa slegið í gegn víða um heim. Fyrsta bókin, Stúlkurnar á Englandsferjunni, fékk frábærar viðtökur íslenskra lesenda.
Lone Theils var lengi fréttaritari dönsku blaðanna Politiken og Berlingske Tidende í London, en býr nú í Danmörku og fæst við bókaskrif.