Á Bjórstofunni í Reykjavík sitja nokkrir vinir að sumbli áður en þeir halda í veiðiferð vestur á firði. Á leið úr miðbænum bjóða þeir Húnboga Höskuldssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, far heim en sleppa honum ekki fyrr en þeir hafa útkljáð pólitískt deilumál við hann.
Með blöndu af kímni og alvöru er Ránið á Húnboga Höskuldssyni alþingismanni samfélagsspegill eins og hann gerist bestur — og fyndnastur.