Pétur nýtur sín í heimi peninga og valda þar sem menn í viðskiptum reyna að hagnast og stjórnmálamenn þykjast vera heiðarlegir. Hann er tilbúinn til að ryðja forsætisráðherra úr vegi þegar hún reynir að koma í veg fyrir yfirtöku hans á stærsta orkuframleiðanda landsins. Ekkert getur staðið í vegi fyrir honum.
Ekkert nema martraðirnar sem spanna þúsund ár í Íslandssögunni. Þær eru þreytandi tímasóun sem hann reynir að leiða hjá sér. Allt breytist þegar honum er send ljósmynd af konunni í draumunum. Hann skilur ekki hvernig nokkur gat vitað af tilvist hennar, hvernig hún gat sloppið úr ímyndunum hans og inn í raunheiminn.
Skilin milli veruleikans og martraðanna brenglast þegar maður er myrtur á skrifstofunni. Gamla húsið úr draumunum virðist vera lykillinn að myrkri fortíðinni og þegar hann stígur inn fyrir þröskuldinn verða martraðirnar áþreifanlegri en heimurinn sem hann lifir í.
-
Höfundar
-
Útgefandi
-
Útgáfudagur
16. október 2019 -
Snið
-
OverDrive Read
- ISBN: 9780463248591
-
EPUB-rafbók
- ISBN: 9780463248591
- Skráarstærð: 475 KB
-
-
Tungumál
- Íslenska
Snið
- OverDrive Read
- EPUB-rafbók
efnisorð
Tungumál
- Íslenska
Hvers vegna er aðgengi takmarkað?
×Aðgengi getur verið breytilegt. Þú getur tekið titilinn aftur frá og fengið hann lánaðan um leið og hann verður til útláns.
Kindle-skráarsnið er ekki stutt fyrir:
×Upplesnar rafbækur
×OverDrive Read-snið þessarar rafbókar inniheldur upplestur sem heyrist þegar þú lest bókina í vafranum. Frekari upplýsingar eru hér.