Villa við að hlaða síðu.
Prófaðu að endurnýja síðuna. Ef það gengur ekki gæti vandamálið tengst netkerfinu. Þú getur notað prófunarsíðuna okkar til að sjá hvað kemur í veg fyrir hleðslu síðunnar.
Kynntu þér hugsanleg vandamál í nettengingu eða hafðu samband við notendaþjónustu til að fá meiri hjálp.

Heiðarvíga saga

rafbók
Heiðarvíga saga er talin ein elsa Íslendingasagan. Í henni segir frá afkomendum Egils Skallagrímssonar og langvarandi deilum og átökum Borgfirðinga og Húnvetninga, sem náðu hámarki í bardaga á heiðinni Tvídægru, en af honum dregur sagan nafn. Hún hefur stundum verið kölluð Víga-Styrs saga og Heiðarvíga. Sagan er illa varðveitt. Á 17. öld virðist hún aðeins hafa verið til í einu skinnhandriti og barst það til Svíþjóðar 1683. Fyrri hluta sögunnar fékk Árni Magnússon prófessor svo lánaðan, en 12 blaðsíður urðu eftir í Svíþjóð. Fyrri hlutinn brann svo í brunanum í Kaupmannahöfn árið 1728. Jón Ólafsson frá Grunnavík, aðstoðarmaður Árna Magnússonar, hafði skrifað söguna upp á pappír nokkrum mánuðum fyrir brunann. Pappírshandritið brann einnig en Jón skrifaði svo fyrri hluta sögunnar upp eftir minni. Þess vegna hefst sagan nú á setningunni ,,Atli stóð í dyrum úti og var hann veginn af manni nokkrum,'' en Jón mundi ekki hver Atli þessi var eða hvernig hann tengdist efni sögunnar að öðru leyti.
  • Höfundar

  • Útgefandi

  • Útgáfudagur

  • Snið

  • Tungumál

Snið

  • OverDrive Read
  • EPUB-rafbók

Tungumál

  • Íslenska