Hvers vegna kapítalisminn er lausnin en ekki vandamálið.
Það er álit margra að kapítalisminn sé varhugaverður og gangi jafnvel í berhögg við grundvallaratriði kristinnar trúar. Byggist kapítalisminn ekki á græðgi og sjálfselsku? Er auðsöfnun ekki af hinu illa? Er gegndarlaus neysluhyggja ekki afsprengi kapítalismans? Er kapítalismi ekki á góðri leið með að þurrausa auðlindir jarðar?
Í þessari bók tekst höfundur á meistaralegan hátt á við þessar og fleiri goðsagnir um kapítalismann. Hann sýnir fram á með tölfræðilegum staðreyndum að fátækt, ójöfnuður og mengun er langminnst í ríkjum þar sem kapítalisminn fær að njóta sín. Hann hrekur með sannfærandi hætti goðsögnina útbreiddu um að kapítalisminn byggist á græðgi og sjálfselsku. Þvert á móti standi kapítalisminn á styrkum siðferðislegum grunni og sé í fullu samræmi við boðskap Krists og kenningar kristinnar kirkju.