Villa við að hlaða síðu.
Prófaðu að endurnýja síðuna. Ef það gengur ekki gæti vandamálið tengst netkerfinu. Þú getur notað prófunarsíðuna okkar til að sjá hvað kemur í veg fyrir hleðslu síðunnar.
Kynntu þér hugsanleg vandamál í nettengingu eða hafðu samband við notendaþjónustu til að fá meiri hjálp.

Land föður míns

rafbók

Síðla sumars 1944 var Hans Georg Klamroth, foringi í þýsku leyniþjónustunni, tekinn af lífi vegna aðildar sinnar að júlí-samsærinu um að ráða Adolf Hitler af dögum. Yngsta dóttir hans, Wibke Bruhns, var þá sex ára. Áratugum síðar horfir hún á heimildarþátt um þessa atburði. Þar bregður fyrir myndum af föður hennar. Hún starir á sviplaust andlit hans og sér sjálfa sig í honum — en finnur að hún þekkir hann ekki neitt. Margar spurningar vakna í huga hennar. Hvers vegna urðu foreldrar hennar nasistar? Hvernig var að vera Þjóðverji á nasistatímanum? Og hvað varð til þess að faðir hennar sneri að lokum baki við Hitler?

Sjónvarpskonan og blaðamaðurinn Wibke Bruhn ákveður að kafa ofan í fortíðina. Hún finnur mikið af ómetanlegum heimildum — dagbækur, sendibréf, ljósmyndir. Afraksturinn af rannsókn hennar er þessi áhrifamikla fjölskyldusaga þriggja kynslóða sem veitir einstaka innsýn í sögu þýsku þjóðarinnar á 20. öld. Bókin sló í gegn í Þýskalandi og hefur verið þýdd á fjölda tungumála.

Snið

  • OverDrive Read
  • EPUB-rafbók

Tungumál

  • Íslenska