Ævisaga Keiths Richards, gítarleikara og aðallagahöfund frægustu rokkhljómsveitar heims, The Rolling Stones.
Bókin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda víða um heim og er almennt talin besta rokkævisaga sem gefin hefur verið út. Nýverið hlaut bókin hin virtu Norman Mailer-verðlaun í Bandaríkjunum sem ævisaga ársins.
Með afvopnandi hreinskilni og rödd sem er einstæð og einlæglega hans sjálfs færir Keith Richards okkur í hnotskurn ævisögu okkar tíma – frjálsa, óttalausa og sanna.