Ambra Winter er blaðamaður á stærsta dagblaði Svíþjóðar. Henni er falið að skrifa um atburði í bænum Kiruna, nyrst í Svíþjóð. Þegar hún kemur í þetta litla samfélag vakna óþægilegar minningar. En það eru fleiri en hún sem þurfa að horfast í augu við fortíð sína. Meðal annars sérsveitarmaðurinn fyrrverandi sem sest hefur að í kofa úti í skógi og hún laðast að.
Sænska ástarsögudrottningin og femínistinn Simona Ahrnstedt sló rækilega í gegn með Teflt á tvær hættur-seríunni – syrpu ástarsagna úr nútímanum um sterkar konur, spennandi ráðabrugg og ástarævintýri. Aðeins ein áhætta er þriðja og lokabókin í seríunni en hinar eru Aðeins ein nótt og Aðeins eitt leyndarmál.