Villa við að hlaða síðu.
Prófaðu að endurnýja síðuna. Ef það gengur ekki gæti vandamálið tengst netkerfinu. Þú getur notað prófunarsíðuna okkar til að sjá hvað kemur í veg fyrir hleðslu síðunnar.
Kynntu þér hugsanleg vandamál í nettengingu eða hafðu samband við notendaþjónustu til að fá meiri hjálp.

Ævintýri I

rafbók
Í þessari bók er að finna ellefu ævintýri eftir danska sagnaskáldið Hans Christian Andersen. Þarf vart að kynna þau fyrir íslenskum lesendum, því ævintýri Andersens hafa fylgt mörgum kynslóðum Íslendinga út í lífið. Íslendingar kunnu snemma að meta ævintýri Andersens. Jónas Hallgrímsson byggði t.a.m. sitt ævintýri Leggur og skel á ævintýrinu Toppen og Bolden eftir Andersen og þá skrifaði Grímur Thomsen hlýlega um ævintýrin árið 1855. Minntist Andersen sjálfur þeirrar greinar með þakklæti í sjálfsævisögu sinni. Það er ekki allra að skrifa fyrir börn. En það var í ævintýrunum sem Andersen fann sér farveg fyrir þann skáldskap sem bjó í honum og hann þurfti að koma frá sér. Frásagnarmátinn hentaði honum einstaklega vel og í honum tryggði hann sér það listræna frelsi sem honum var eðlislægt. Þar fær einlægnin að njóta sín og barnið í honum, en um leið skilar hann sínum boðskap til lesandans á fumlausan hátt, boðskap sem á ekki síður erindi til fullorðinna og er tímalaus í eðli sínu.

Stækka lýsingu
Útgefandi: Lestu.is

OverDrive Read

  • Skráarstærð: 385 KB
  • Útgáfudagur: 31. maí 2017

EPUB-rafbók

  • Skráarstærð: 385 KB
  • Útgáfudagur: 31. maí 2017

Snið

OverDrive Read
EPUB-rafbók

Tungumál

Íslenska

Í þessari bók er að finna ellefu ævintýri eftir danska sagnaskáldið Hans Christian Andersen. Þarf vart að kynna þau fyrir íslenskum lesendum, því ævintýri Andersens hafa fylgt mörgum kynslóðum Íslendinga út í lífið. Íslendingar kunnu snemma að meta ævintýri Andersens. Jónas Hallgrímsson byggði t.a.m. sitt ævintýri Leggur og skel á ævintýrinu Toppen og Bolden eftir Andersen og þá skrifaði Grímur Thomsen hlýlega um ævintýrin árið 1855. Minntist Andersen sjálfur þeirrar greinar með þakklæti í sjálfsævisögu sinni. Það er ekki allra að skrifa fyrir börn. En það var í ævintýrunum sem Andersen fann sér farveg fyrir þann skáldskap sem bjó í honum og hann þurfti að koma frá sér. Frásagnarmátinn hentaði honum einstaklega vel og í honum tryggði hann sér það listræna frelsi sem honum var eðlislægt. Þar fær einlægnin að njóta sín og barnið í honum, en um leið skilar hann sínum boðskap til lesandans á fumlausan hátt, boðskap sem á ekki síður erindi til fullorðinna og er tímalaus í eðli sínu.

Stækka lýsingu